Æft fyrir Víti í Vestmannaeyjum

29. maí 2017 - 17:09

Undanfarna mánuði hefur mikil vinna farið fram við að velja leikara og undirbúa upptökur á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum, sem verður tekin upp í Eyjum í sumar. Meðal annars þurfti að setja saman heilt fótboltalið, sem ætla að taka þátt í Shell-mótinu í sumar. 

Kvikmyndin fjallar um Jón Jónsson og félaga hans sem mæta til Vestmannaeyja til að keppa um Eldfellsbikarinn. Þegar Jón kynnist Ívari, strák úr öðru liði sem býr við erfiðar aðstæður, neyðist hann til að fullorðnast hratt. Staðfest er að fótboltahetjurnar Hermann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir muni leika þau sjálf í myndinni.
Við fengum að kíkja á æfingu hjá Fálkaliðinu svokallaða, en liðið var sett saman sérstaklega fyrir myndina.