Af hverju eru sumir örvhentir?

23. maí 2017 - 16:01

Það virðist sem um ein af hverjum tíu manneskjum sé örvhent. Erfðir virðast hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða ekki, en það er ekki vitað hvort þetta ráðist af genum eða hvort við temjum okkur þetta.

Ef báðir foreldrar eru rétthentir eru líkurnar á að barn verði örvhent 9,5%, en ef báðir foreldrar eru örvhentir verða líkurnar 25%.
Það er ekki vitað hvaða gen veldur því að fólk verður örvhent, né hvort það sé bara eitt gen. Það er líka ljóst að fleira en gen skiptir máli, því eineggja tvíburar, sem hafa nákvæmlega sömu gen, beita ekki endilega sömu hendinni.
Kannski hafa gen áhrif, án þess að stjórna þessu beint. Það má vera að við séum færari með annarri hendi og kjósum þá að nota hana, en gæti líka verið að við höfum bara tilhneigingu til að nota aðra hendina og verðum svo færari við að beita henni með tímanum.
Til eru ýmsar sögur um að örvhentir og rétthentir hafi ólíka eiginleika að öðru leyti, en rannsóknir hafa ekki stutt þessar hugmyndir.