Bjargaði bróður sínum

05. janúar 2017 - 16:28

Tvíburabræðurnir Bowdy og Brock eru tveggja ára gamlir. Fyrir skömmu voru þeir að príla á kommóðu heima hjá sér þegar hún féll og lenti ofan á Brock. Sem betur fer tókst Bowdy að bjarga bróður sínum undan kommóðunni, en foreldrar strákanna birtu myndskeið af atvikinu til að hvetja aðra foreldra til að passa að festa við veggi húsgögn sem geta dottið.

Foreldrarnir, Kayli og Ricky, heyrðu ekki þegar atvikið átti sér stað en sáu það á upptöku úr eftirlitsmyndavél sem er á heimilinu. Þau kíktu strax á drengina, sem voru sem betur fer alveg ómeiddir. 
Fyrst langaði þeim ekki að birta myndskeiðið, en ákvaðu að gera það í von um að það komi í veg fyrir fleiri svipuð atvik. Það er mikilvægt að passa að húsgögn sem geta dottið séu fest við veggi, svo þau geti ekki meitt börn.
Kayli og Ricky segja að þau leggji mikla áherslu á að heimilið þeirra sé öruggt fyrir lítil börn og það hafi aldrei hvarflað að þeim að þetta gæti gerst.