Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar

29. maí 2017 - 17:10

Á laugardaginn var árlegur fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar haldinn hátíðlegur í níunda sinn.

Hugmyndin á bak við fjölmenningardaginn er að fagna fjölbreytileika í íslensku samfélagi og að gefa fólki færi á að kynnast ólíkum menningarheimum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur setti hátíðina og þá hófst fjölskrúðug skrúðganga frá Hallgrímskirkju og niður að Hörpu.
Þar var glæsilegur flóamarkaður þar sem hægt var að kynnast handverki, hönnun, mat og menningu frá ýmsum heimshornum. Í Hörpu var svo lifandi dagskrá fram eftir degi.