The Guardian hælir Gylfa

23. maí 2017 - 16:00

Tveir af sautján fótboltasérfræðingum The Guardian segja að Gylfi Sigurðsson hafi verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinar á tímabilinu og að án Gylfa hefði Swansea fallið niður í fyrstu deild.

The Guardian er virtur enskur miðill sem hefur starfað síðan 1821. Miðillinn safnaði saman 17 fótboltasérfræðingum til að fara yfir leiktímabilið í ensku úrvalsdeildinni í vetur og tveir þeirra segja að Gylfi Sigurðsson hafi verið besti leikmaður úrvalsdeildarinnar.
Annar þeirra, Stuart James, bendir á að Gylfi hafi átt þátt í 22 mörkum af 43 mörkum Swansea á tímabilinu. Hann segir að það sé einstakt að skora eða skapa svona mörg mörk fyrir lið sem hafi verið í fallbaráttu allt tímabilið.
Sachin Nakrani tekur í sama streng og bætir við að án Gylfa hefði Swansea einfaldlega fallið niður í fyrstu deild.
Margir aðrir hafa verið nefndir sem bestu leikmenn tímabilsins, en flestir telja N'Golo Kanté, miðjumann Chelsea, hafa verið bestan á árinu.