Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

15. febrúar 2018 - 17:01

Nú er verið er að leita að krökkum til að taka sæti í ungmennaráði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Umsóknarfresturinn rennur út á morgun, föstudaginn 16. febrúar. 

Krakkar á aldrinum 13 til 18 ára í öllum landshlutum eru hvattir til að sækja um. Í ráðið verða valdir tólf fulltrúar sem eiga að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúarnir eiga líka að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Á hverju ári fara fulltrúar í ungmennaráðinu lík á fund ríkisstjórnarinnar. Skipun í ráðið er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að með því sé farið eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega þegar kemur að því að auka áhrif barna í samfélaginu.
 
Fulltrúar allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna samþykktu heimsmarkmiðin um sjálfbæra og þau tóku gildi í ársbyrjun 2016. Sjálfbær þróun snýst meðal annars um að hlúa að náttúrunni, nýta auðlindir hennar á ábyrgan hátt og tryggja mannréttindi fyrir komandi kynslóðir. Að vera sjálfbær þýðir að gera eitthvað án þess að það skaði til dæmis náttúru eða annað fólk.
 
Þeir sem hafa áhuga á að sækja um aðild að ungmennaráðinu geta farið inn á stjornarradid.is/umsokn og látið gott af sér leiða.