Heimsmeistari í töfrabrögðum

30. maí 2017 - 16:33

Bandaríski töframaðurinn Shin Lim, einn þekktasti töframaður heims, er á Íslandi um þessar mundir til að halda sýningar á Suðurlandi ásamt þremur íslenskum töframönnum. 
Lim vann heimsmeistaramótið í töfrabrögðum árið 2015 og er einn af fáum sem hefur tekist að plata töframennina Penn og Teller, tvo af frægustu töframönnum heims. Lim heldur sýningar í Hveragerði, á Selfossi, Hvolsvelli og í Vík næstu helgi og í Keflavík og á Akureyri þarnæstu helgi. Hann kíkti í heimsókn og sýndi okkur listir sínar og það má segja að Ísgerður hafi vægast sagt orðið kjaftstopp.