Hjartasteinn frumsýndur á föstudag

11. janúar 2017 - 15:22

Á föstudag verður kvikmyndin Hjartasteinn frumsýnd. Myndin gerist í fámennu íslensku sjávarþorpi og fjallar um tvo unga stráka sem eru að uppgötva ástina. Hún hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim og verið mjög sigursæl.
Næstum allir aðalleikarar myndarinnar eru krakkar og við fengum að heyra í tveimur þeirra, þeim Baldri og Blæ, en þeir leika Kristján og Þór, aðalpersónur myndarinnar.