Húðflúr heiðra látna í Manchester

30. maí 2017 - 16:32

Á sunnudag mynduðust langar biðraðir fyrir utan húðflúrstofur í Manchester þar sem fjöldi borgarbúa fékk sér býfluguhúðflúr til að heiðra minningu þeirra sem létust í árásinni þar í síðustu viku.

Húðflúrlistamenn í borginni tóku sig saman og ákváðu að gefa vinnu sína til að sýna aðstandendum þeirra sem létust í árásinni samstöðu.
Hvert húðflúr kostaði rúmlega fimm þúsund krónur, en markmiðið var að safna fé til að styrkja þá sem urðu fyrir árásinni og aðstandendur þeirra.
Býflugan sem fólk lét húðflúra á sig er tákn Manchester-borgar og hefur verið það síðan á 19. öld. Býflugan er tákn fyrir vinnusemi borgaranna og það að borgarbúar komist í gegnum hvað sem er með því að standa saman.