Íslendingar drekka of mikið gos

05. janúar 2017 - 16:30

Íslendingar borða minni sykur, en meira nammi og gos en áður. Sérfræðingar segja að það sé samband milli verðsins á nammi og gosi og hversu mikið selst af því. Þetta kom fram í stórri rannsókn á sykuráti Íslendinga.

Laufey Steingrímsóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, hefur rannsakað sykurát Íslendinga og hún segir að það sé minni sykur borðaður en fyrir 15 árum, en að Íslendingar fái sykur úr öðrum áttum en þeir gerðu. Sykurátið er enn mikið, því við fáum okkur svo mikið gos og nammi.
Íslendingar drekka meira gos en fólk á hinum Norðurlöndunum og verðið hér er líka lægst. Lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur af hve ódýrir og aðgengilegir gosdrykkir eru hér. 
Laufey segir að rannsóknir sýni að það sé hægt að minnka gosdrykkju með því að hækka verð á gosi með auknum sköttum.
Thor Aspelund, prófessor við heilbrigðisvísindasvið hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og tölfræðingur hjá Hjartavernd og Sigríður Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, tóku undir þetta í Kastljósi. Thor hefur áhyggjur af aukinni sykursýki á Íslandi og þau vilja sjá hærri skatt á gosi og lægra á verði á grænmeti og ávöxtum.