Jarðskjálfti á Suðurlandi

05. janúar 2017 - 16:29

Rétt fyrir hádegi í gær varð jarðskjálfti í Grafningi, sunnan við Þingvallavatn. Skjálftinn var 3,8 að stærð og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á Suðurlandi.

Skjálftinn varð á svæði þar sem er mikil skjálftavirkni, en hálftíma fyrr varð annar jarðskjálfti, sem var 2,8 að stærð. Margir litlir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Samkvæmt Veðurstofu er ekkert óeðlilegt á seyði.
Jarðskjálftar eru algengir á Íslandi og valda mjög sjaldan nokkrum skaða, enda eru allar byggingar á landinu byggðar með það í huga að þær þoli veður, vind og jarðskjálfta. 
Ástæðan fyrir því að jarðskjálftar eru svo algengir hér er sú að Ísland situr á svokölluðum flekaskilum. Efsta lag jarðarinnar eru þakið svokallaðri jarðskorpu, sem skiptist í nokkra stóra fleka. Þessir flekar eru á stöðugri hreyfingu og þar sem þeir nuddast saman eða dragast í sundur verða jarðskjálftar. Ísland varð til á mörkum tveggja svona fleka en sem betur fer lendum við sjaldan í alvarlegum skjálftum.