Kassabílarallý Tjarnarinnar

30. maí 2017 - 16:31

Fimmtánda árlega kassabílarallý krakka í öðrum bekk var síðasta föstudag á Ingólfstorgi. Rallý-ið er lokahnykkurinn í vetrarstarfi nokkurra frístundaheimila í Reykjavík og þó að gleðin sé í fyrirrúmi er mikill undirbúningur að baki og rallý-ið reynir á samvinnu krakkanna.

Í vetur hafa krakkarnir lagt hart að sér við æfingar og undirbúning fyrir viðburðinn svo öll börnin eiga sinn þátt í viðburðinum.
Rallý-ið hefur verið haldið af nokkrum frístundarheimilum í Reykjavík hingað til, en í ár var það haldið undir merkjum nýju frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar.
Krakkarnir hittust á Skólavörðuholti og héldu svo í skrúðgöngu í fylgd lögreglu niður á Ingólfstorg. Þar var keppt í kynjaskiptum liðum, en einnig var keppt um hver hefði besta stuðningsliðið, hver útbjó flottasta kassabílinn og hver væri með fljótustu frístundaleiðbeinendurna í vinnu, en það réðist í kassabílarallýi starfsmanna. 

Mynd: Myndasafn Reykjavíkurborgar