Krakkakosningar - leiðbeiningar

21. október 2016 - 17:03

Sækja kjörseðil Senda niðurstöður

 

1. Farið á Krakkakosningavefinn. Þar geta nemendur horft á myndbönd frá stjórnmálaflokkum þar sem þeir svara spurningum frá börnum.

2. Fræðið nemendur um Alþingiskosningar á Íslandi. Hvetjið nemendur til að fylgjast með fréttum og skoða þá kosningavefi sem eru í boði.

3. Halið niður kjörseðlinum hér að ofan. Prentið út eitt eintak fyrir hvern nemanda. 

4. Næst taka við kosningarnar sjálfar. Gott er að reyna að líkja sem mest eftir raunverulegum kosningum.

5. Safnið saman niðurstöðum bekkjarins og sendið okkur með því að smella á hnappinn hér að ofan.

6. Niðurstöðurnar verða kynntar í Kosningasjónvarpi RÚV.