Lotta sýnir Ljóta andarungann

30. maí 2017 - 16:31

Í síðustu viku frumsýndi Leikhópurinn Lotta nýtt leikrit fyrir alla fjölskylduna, sem heitir Ljóti andarunginn. Leikritið byggir á klassísku verki H.C. Andersens, en blandar um leið fimm þekktum ævintýrum saman í eitt verk.

Þetta er ellefta sumarið sem Lotta setur upp útisýningu, en leikrit hópsins byggja iðulega á vel þekktum ævintýrum. Sýningin mun ferðast um landið og heimsækja yfir 50 staði.
Höfundur leikritsins er Anna Bergljót Thorarensen, en þetta er sjöunda leikritið sem hún skrifar fyrir Lottu. Leikritið byggir aðallega á sögu H.C. Andersen um svansunga sem fæðist inn í andafjölskyldu, en auk þess kynnist andarunginn Öskubusku, Kiðlingunum sjö, Héranum og skaldbökunni og Prinsessunni á bauninni á ferð sinni um Ævintýraskóginn.
Á sýningunni má heyra níu frumsamin lög og gleði og húmor eru allsráðandi, en um leið er undirtónn leikritsins alvarlegur, því leikritinu er ætlað að vinna gegn einelti.