Ný fræðslumynd UNICEF

31. maí 2017 - 17:00

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, eða UNICEF, gerði nýlega fræðslumynd sem heitir „Skóli og stríð" og fjallar um erfiðleikana sem fylgja skólastarfi við neyðaraðstæður. Myndin verður sýnd í grunnskólum og hér á RÚV.

UNICEF vinnur að því að koma börnum í skóla um allan heim, en um 60 milljón börn á grunnskólaaldri ganga ekki í skóla. Flest þeirra búa við einhvers konar neyðarástand, eins og stríð, hungur eða flóð.
Í myndinni segir Ævar vísindamaður okkur frá fimm börnum sem hafa flúið átök í heimalandi sínu og vilja mennta sig. Menntunin skiptir ekki bara máli fyrir framtíð barnanna, heldur veitir skólinn sjálfur öryggi, stöðugleika, tilgang og von um betri framtíð. 
Þetta er önnur myndin sem Ævar gerir með UNICEF, en í fyrra var gerð mynd um áhrif stríðsins í Sýrlandi á börn. Myndirnar verða báðar sýndar á RÚV, 8. og 9. júní, klukkan sex.
Aldrei hafa fleiri grunnskólar á Íslandi stutt UNICEF-hreyfinguna en í ár. Einn þeirra er Dalvíkurskóli, en nemendur þar hafa tekið öflugan þátt og haldið áheitahlaup. Við fengum að heyra hvað þeim fannst um nýju myndina.