Páll Óskar - Vinnum þetta fyrirfram

02. febrúar 2016 - 16:28

Það er óhætt að segja að stiklan sem RÚV gerði við lag Páls Óskars, Vinnum þetta fyrirfram, hafi slegið í gegn. Á þeim rúma sólarhring frá því að stiklan var frumsýnd hafa 50 þúsund manns séð færsluna á Facebook síðu RÚV. Palli syngur lagið í Háskólabíói á laugardaginn í fyrstu undankeppni Söngvakeppninnar.

Leikstjóri stiklunnar er Elvar Guðmundsson og komu fjölmargir að gerð hennar, bæði starfsfólk RÚV, keppendur í Söngvakeppninni, Borgarstjórinn í Reykjavík, dansarar og æstir aðdáendur.