Þúsundum Kinder-eggja skolaði á land

10. janúar 2017 - 16:11

Íbúar þýsku eyjunnar Langeoog fengu skemmtilegan og sérstakan glaðning í síðustu viku, þegar mörg þúsund Kinder-egg birtust skyndilega í fjörunni.

Skýringin á þessum óvenjulega viðburði var sú að flutningagámur sem var fullur af Kinder-eggjum opnaðist í miklum stormi sem gekk yfir Norður-Þýskaland skömmu áður. Eggin lentu í sjónum og skolaði svo öllum á land á þessari litlu eyju, sem liggur nálægt landamærum Þýskalands og Hollands.
Að vonum voru krakkarnir á eyjunni ánægð með þessa gjöf frá náttúrunni og bæjarstórinn gaf öllum leikskólabörnum sérstakt leyfi til að fara að leita að eggjum í fjörunni. Það var full þörf á að hreinsa ströndina og það var ekkert verra að einhverjir fengu súkkulaði og glaðninga úr eggjunum að launum.