stundinokkar-tverbordi.jpg

Langar þig að vera með í Stundinni okkar?

Við erum að leita að fullt af krökkum á aldrinum 6-12 ára til að vera með í næstu seríu.
Við ætlum að ferðast um landið, stórhættulega spurningakeppnin verður á sínum stað, einkennilegar íþróttagreinar og það verður að sjálfsögðu slím. Okkur vantar krakka í þetta allt saman.
1. júní kl: 16 - 18 ætlum við að bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á því að vera með í Stundinni okkar í prufur.

Kíktu í heimsókn, taktu þátt í prufunni og láttu ljós þitt skína.

Sjáumst hér í Rúv Efstaleiti – fimmtudaginn 1. júní kl: 16 - 18.

OF LANGT Í BURTU? ENGAR ÁHYGGJUR! – SENDU MYNDBAND

Þú getur hlaðið inn myndbandi hér á síðunni. Það sem þarf að koma fram í mynbandinu er nafn, aldur og í hvaða bæ þú býrð og svo auðvitað hvað þig langar til þess að gera í Stundinni okkar. Sýndu okkur hvað þú ert flink/ur; handahlaup, halda á lofti, segja brandara, spila á hljóðfæri, dansa, syngja, segja sögur... við hlökkum til að sjá og það er aldrei að vita nema við heimsækjum þig og bæinn þinn í sumar.

 

Hladdu upp mynd eða myndbandi
Skráin verður að vera minni en 128 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: gif jpg jpeg png avi mov mp3 mp4.

Dagbók Stundarinnar

Vigdís Finnbogadóttir í Stundinni okkar

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, kíkti í heimsókn í Stundina...

Skúli Kári í Stundinni okkar

Skúli Kári er mikið fyrir það að segja brandara. Hérna getum við séð gott ...

Gói í Stundinni okkar

Stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og þeir áttu að fara í Stundinni...

Brandon að störfum

Það er ekki auðvelt verk að vera brúðustjórnandi.