Kóðinn 1.0

Forritunarleikar fyrir krakka

hexagons

Hvað er forritun?

Forritun er fyrir alla. Hún er ekki bara fyrir stráka sem spila tölvuleiki eða stelpur sem hakka sig inn á vefsíður. Hún er ekki bara fyrir þá sem vilja verða tölvunarfræðingar og ekki bara fyrir þá sem ætla að búa til vélmenni. Forritun er til dæmis fyrir þá sem búa til tónlist, hanna föt, teikna myndir, smíða hús, rækta plöntur, lækna fólk, semja dansa, búa til umferðarljós og fyrir þá sem búa til hvíta sloppa. Forritun er einfaldlega fyrir alla.

Og þörf samfélagsins fyrir fólk sem kann að forrita og skilur forritun eykst með hverjum deginum sem líður. Vitið þið t.d. að um 65% barna sem eru í grunnskóla í dag, munu líklega vinna við störf í framtíðinni, sem ekki eru til í dag.