Kóðinn 1.0

Forritunarleikar fyrir krakka

hexagons

Keppnir

 

Veitt eru verðlaun fyrir skemmtilegustu, tæknilegustu, mest skapandi og listrænustu verkefnin og hugmyndir. Umsóknarfrestur er til 1. maí.

 

Taka þátt:

Forritunarleikar Kóðans -  Bekkjakeppni - 6. bekkur

Einstaklingskeppni - 6. til 7. bekkur

Einstaklingskeppni - Grunnskólanemar

 

Upplýsingar

 

Forritunarleikar Kóðans - Bekkjakeppni - 6. bekkur

 

Hverjir:

6. bekkir á Íslandi.

Verkefni:

Kennari staðfestir að bekkurinn hafi klárað allar áskoranirnar sem eru á vef Kóðans.

Skrifa stuttan texta hvað þeim fannst skemmtilegast að gera, hvað var erfitt, hvað var auðvelt (valkvætt, ekki skilyrði)

Skrifa stuttan texta af hverju það er mikilvægt að læra forritun (valkvætt, ekki skilyrði).

Senda inn myndband af verkefni eða hugmynd sem nemendur hafa skapað saman (valkvætt, ekki skilyrði).

 

Einstaklingskeppni - 6. til 7. bekkur

 

Hverjir:

Nemendur í 6-8. bekk á Íslandi.

Verkefni:

Skrifa stuttan texta hvað þeim fannst skemmtilegast að gera, hvað var erfitt, hvað var auðvelt. Segja frá því hvað þeir gerðu (valkvætt, ekki skilyrði).

Skrifa stuttan texta af hverju það er mikilvægt að læra forritun (valkvætt, ekki skilyrði).

Senda inn myndband af verkefni eða hugmynd.

 

Einstaklingskeppni - Grunnskólanemar

 

Hverjir:

Opin fyrir öllum grunnskólanemendum. Upplagt fyrir kennara með valnámskeið eða sjálfstæða nemendur.

Verkefni:

Myndband, kóði og texti sem segjir frá forritunarverkefni sem nemandinn skapaði. Gæti verið einfaldur leikur, sniðugt forrit, listaverk eða í raun hvað sem er.