Kóðinn 1.0

Forritunarleikar fyrir krakka

hexagons

Uppfærsluleiðbeiningar fyrir micro:bit tölvuna.

Ef tengja á tölvuna við snjalltæki með "Bluetooth" tengingu mælum við með því að stýrihugbúnaður micro:bit tölvunnar sé uppfærður.
Upp hafa komið vandamál með þessa tengingu þar sem ekki hefur náðst tenging við micro:bit tölvuna eða hún reglulega dottið út.

Við bjóðum bæði upp á ítarlegar leiðbeiningar hvernig uppfæra skal tölvurnar eða að þið hafið samband við okkur á kodinn@ruv.is og við sjáum um það.

Leiðbeiningar fyrir uppfærslu á micro:bit tölvum.

Mikilvægt er að tengja tölvuna ekki við IPAD eða annað snjalltæki áður en að uppfærslan er framkvæmd.
Ef micro:bit tölvan hefur verið tengd við IPAD eða annað snjalltæki þarf að fara í bluetooth stillingarnar í tækinu og "gleyma/forget" micro:bit tækinu í stillingunum.
Nota þarf PC/MAC tölvu til þess að uppfæra micro:bit tölvuna.

Skrá 1

Skrá 2

Skref:

1. Haldið reset takka inni og tengið við tölvu með micro-usb snúru.

2. Færið skrá 1 yfir á MAINTENANCE drifið sem birtist þegar tölvan er tengd.

3. Þegar MICROBIT drifið birtist færið skrá 2 yfir á tölvuna.

4. Takið tölvuna úr sambandi þegar skráin hefur færst yfir.

 

Ítarlegri leiðbeiningar:

1. Á bakhlið tölvunnar er að finna reset takka. Hann er ofarlega við micro-usb tengið á micro:bit tölvunni
2. Haldið þessum takka inni og á sama tíma setjið micro:bit tölvuna í samband við tölvuna með micro-usb snúrunni
3. Þá ætti að birtast nýtt drif í tölvunni með heitið "MAINTENANCE"
4. Færið "Skrá 1" sem heitir "0243_kl26z_microbit_0x8000.hex" yfir á "MAINTENANCE" drifið
5. Eftir skamma stund ætti drifið að hverfa og nýtt drif að birtast með heitið "MICROBIT"
6. Færið skrá 2 sem heitir "microbit-pair-180109.hex" yfir á "MICROBIT" drifið
7. Þegar skráin hefur færst yfir hinkrið í 5 sekúndur
8. Nú er öruggt að taka tölvuna úr sambandi.
9. Uppfærslu er nú lokið og ætti hún að tengjast við snjalltæki án vandræða.

Enskar leiðbeiningar á micro:bit síðunni:

1.
Firmware uppfærsla:
https://support.microbit.org/support/solutions/articles/19000019131-how-...

2.
Bluetooth pörun uppfærsla:
https://support.microbit.org/support/solutions/articles/19000074799-micr...