Krakka-Landinn

Á ferðalögum sínum um Ísland hefur Landinn hitt marga skemmtilega krakka og skoðað alls kyns skemmtileg viðfangsefni. Hér birtist safn brota úr Landanum sem er sérsniðið að yngri áhorfendum. Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem farið er um allt land og heilsað upp á áhugavert fólk. Ritstjóri er Gísli Einarsson og um dagskrárgerð sér Karl Sigtryggsson.