Áskorun 1 - Blikkandi skjámynd

Fyrsta áskorun Forritunarleikanna er blikkandi skjámynd. Við ætlum að læra að teikna skjámynd út frá hnitum sem við gefum MicroBit smátölvunni. Á hverjum mánudegi mun koma vikuleg áskorun, alveg fram að lokaviðburði Forritunarleikanna sem verður í maí. 

Forritunarleikar

Í upphafi Forritunarleikanna þarf hver og einn bekkur að útnefna umsjónarmann sem heldur utan um þáttöku nemenda. Umsjónarmaðurinn þarf svo að fylla út í vefformið hér að neðan eftir hverja áskorun. Í hverri viku munum við birta lista hér á síðunni með bestu forritunarskólunum, þeim skólum sem eru með bestu þáttökuna. Í forritun eru oft margar mismunandi leiðir að einu vandamáli og er markmið forritunarleikanna ekki að finna réttu lausnina heldur að taka þátt. Við hvetjum nemendur að fara yfir áskoranirnar hjá hver öðrum því stór hluti af vinnu forritara felst í því að lesa eigin kóða og kóða annarra. Þegar við höfum leyst allar áskoranirnar í vor þá erum við orðin forritarar. Reynum að fá sem flesta til að taka þátt. Við erum forritarar framtíðarinnar.

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />

Mikilvægt er að breyta nafninu á forritinu í hvert skipti. Smellum í reitinn efst til vinstri þar sem stendur á ensku „Untitled“. Þegar við sækjum forritið á eftir þá ber það heitið Microblikk eða það nafn sem við veljum. Þetta er gert til að auðvelda okkur að aðgreina forritin í sundur.

Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við tvo flokka, „Basic“ og „Led“. Undir „Basic“ eru ýmsir valmöguleikar og ætlum við að nota „forever“ lykkjuna sem lætur forritið keyra endalaust.  

 

< Skref 3. />
Í skrefi þrjú smellum við á flokkinn „led“ og veljum „plot x“. Ef við horfum á MicroBit prófarann þá eru 25 led perur sem mynda skjáinn. Led peran sem er efst til vinstri hefur hnitin 0,0 eða plot(0,0). Led peran neðst til hægri hefur hnitin 4,4 eða plot(4,4). Fyrst skulum við láta led peruna í miðjunni blikka. Bætið við „plot x (2 y 2)“ , „pause (ms) (500)“ , „unplot x (2 y 2)“ , „pause (ms) (500)“ , inn í „forever“ lykkjuna.

Með því að nota „pause (ms)“ látum við skjámyndina bíða á skjánum í millísekúndu. Í þessu tilfelli getum við prófað að láta skjámyndina bíða í 500 millísekúndur. Í einni sekúndu eru þúsund millísekúndur. 

Ef miðjuperan í prófaranum til hliðar blikkar getið þið byrjað á skrefi 4.

microbit-blikk

< Skref 4. />
Núna ætlum við að bæta við nokkrum perum. Höldum „plot x (2 y 2)“ en bætum við „plot x (1 y 1)“, „plot x (3 y 1)“ , „unplot x (1 y 1)“ og  „unplot x (3 y 1)“

microbit-blikk1

 < Skref 5. />
Að lokum ætlum við að birta eftirfarandi hnit með „plot“ og „unplot“ skipununum. Birtum hnitin (2,2) , (1,1) , (3,1) , (1,4) , (2,4) og (3,4).

microbit-blikk2

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna höfum við búað til forrit sem býr til skjámynd með „plot“ skipunum. Prófaðu að breyta skjámyndinni eða lengja biðina á milli mismunandi skjámynda. Geturu notað „plot“ og „unplot“ til að búa til hjarta? Hvað með tígul eða skrifað nafnið þitt?