Áskorun 10 - Teningur

Tíunda áskorun Forritunarleikanna er teningur.

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />

Mikilvægt er að breyta nafninu á forritinu í hvert skipti. Smellum í reitinn efst til vinstri þar sem stendur á ensku „Untitled“. Þegar við sækjum forritið á eftir þá ber það heitið Microblikk eða það nafn sem við veljum. Þetta er gert til að auðvelda okkur að aðgreina forritin í sundur.

Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við fimm flokka, „Basic“, „Input“, „Variables“, „Math“ og „Logic“.

 

< Skref 3. />
Í skrefi þrjú smellum við á flokkinn „Input“ og veljum „on shake“ sem er aðgerð sem virkjar hröðunarmælinn í Micro:bit smátölvunni og nemur breytingu í hröðun á tölvunni. Þannig ef tölvan nemur hraðabreytingu fer aðgerðin sem er í þessari lykkju af stað. Því næst þurfum við að búa til breytu og láta smátölvuna búa til tölu af handahófi. Förum í „Variables“ og  búum til breytu og skýrum hana „roll“ sem við látum standa fyrir handahófskennd tala. Eftir það veljum við „Math“ flokkinn þar sem við látum smátölvuna velja tölu frá 0 til 5 með „pick random“. 

Veljum núna „Logic“ flokkinn og notum „if“ eða ef lykkjuna til að athuga hvort talan sem smátölvan valdi af handahófi sé tala á bilinu 0 til 5. Látum breytuna okkar sem við nefndum random vera jafnt og 5. Þegar breytan er 5 þá látum við birtast ör með „Show leds“ í „Basic“ flokknum og inn í reitinn látum við birtast sex punkta eins og á tening.

Í þessari áskorun ætlum við að nota fimmfaldafalda if lykkju. Þannig að í „else“ skilyrðið setjum við nýja „if“ lykkju með nýju skilyrði. Þetta gerum við fjórum sinnum þannig að við fáum allar hliðar teningssins við mismunandi tölu.

20172002_askorun10_2.png

< Skref 4. />

20172002_askorun10_3.png

< Skref 5. />

20172002_askorun10_4.png

< Skref 6. />

20172002_askorun10_5.png

< Skref 7. />

20172002_askorun10_6.png

Áskorun

Búið til ykkar eigin útgáfu af þessum leik og prófið að bæta við skilyrðum. Sendið okkur myndband hvernig ykkur gengur með áskorunina.