Ávaxtakarfan

Í stuttu máli

Þátttakendur sitja í hring og hver og einn fær ávaxtanafn. Sá sem er í miðjunni, segir ávaxtanöfn og viðkomandi þurfa þá að skipta um sæti og sá sem er í miðjunni reynir að komast í stól.

Leikreglur

Leikurinn Ávaxtakarfan fer þannig fram að allir þátttakendur fá ávaxtanafn.

Þeir sitja í hring á stólum.

Stólarnir eru einum færri heldur en krakkarnir. 

Sá sem ekki hefur stól stendur í miðjunni og nefnir tvo ávexti t.d. appelsínu og epli.

Þá standa þeir upp sem heita þeim nöfnum og eiga að skipta um sæti.

Einnig getur hann sagt Ávaxtakarfa og þá eiga allir að skipta um sæti.

Sá sem er í miðjunni á einnig að reyna að setjast og sá sem ekki fær sæti fer þá í miðjuna.

Góða skemmtun!

 

Upplýsingar

Börn á leikjanámskeiði ÍTR í Félagsmiðstöðinni Sygin í Rimaskóla sýna leikinn ávaxtakörfuna.

Stundin okkar 2003.10.12 : 2. þáttur