Bangsi lúrir

Í stuttu máli

Krakkar labba í hring í kringum þann sem er bangsinn og liggur á grúfu. Þau fara með vísuna og vekja svo bangsann í lokin.

Vísa

Bangsi lúrir, bangsi lúrir

bæli sínu í.

Hann er stundum stúrinn

stirður eftir lúrinn.

Að hann sofi, að hann sofi

enginn treystir því.

Vaknaðu bangsi!

Upplýsingar

Krakkar úr leikskólanum Leikbæ í Dalvíkurbyggð sýna leikinn Bangsi lúrir.

Stundin okkar 2004.04.04 : 28.þáttur