Blikkleikur

Í stuttu máli

Helmingur þátttakenda situr og helmingur stendur bakvið stólana. Einn stóll er auður og sá sem stendur fyrir aftan hann er blikkarinn. Blikkarinn reynir að ná til sín einhverjum af þeim sem sitja og hinir reyna að koma í veg fyrir það.

Leikreglur

Helmingur þátttakenda situr á stólum sem raðað er í hring.

Bakvið hvern þátttakanda sem situr, stendur annar þátttakandi.

Í sígildri útgáfu þessa leiks eru verkaskipti milli kynja þannig að annað kynið stendur en hitt situr.

Einn er hann og er sá kallaður blikkarinn, fyrir framan hann er auður stóll.

Blikkarinn á að reyna að blikka einhvern sem situr og ná honum í stólinn til sín.

Þeir sem standa fyrir aftan eiga að reyna að koma í veg fyrir að blikkarinn nái í þann sem situr fyrir framan þá.

Ef að blikkarinn blikkar einhvern þá á hann að reyna að komast í auða stólinn til blikkarans en sá sem stendur fyrir aftan á að reyna að koma í veg fyrir það með því að taka utan um viðkomandi.

Góða skemmtun!

Upplýsingar

Börn úr 3.G Hvassaleitisskóla sýna Blikkleikinn.