Dimmalimm

Í stuttu máli

Þátttakendur læðast aftan að þeim sem er'ann á meðan hann eða hún telur „einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, dimmalimm“. Þegar það tekst hlaupa þátttakendur til baka og sá sem er'ann reynir að ná þeim áður en þeir komast aftur á upphafsreitinn.

Leikreglur

Einn þátttakandi stendur upp við vegg og snýr baki í hina.

Þeir raða sér upp, hlið við hlið, á merktri línu í hæfilegri fjarlægð.

Keppt er að því að læðast að þeim sem grúfir á meðan hann eða hún telur upphátt „einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, dimmalimm“.

Þegar sá sem er'ann er búinn að telja má hann loksins snúa sér við.

Sjái hann einhvern þátttakenda hreyfast verður sá eða sú að byrja að nýju. Það er því best að læðast varlega.

Sá eða sú sem kemst síðast að þeim sem grúfir klappar létt á bak hans eða hennar og allir reyna að forða sér til baka yfir byrjunarlínuna.

Sá sem grúfði hleypur á eftir þeim og reynir að ná einhverjum. Ef það tekst ekki þarf sá hinn sami að ver'ann aftur.

Góða skemmtun!