Eitur í flösku

Í stuttu máli

Þegar sá sem er'ann kallar „eitur í flösku“ hlaupa þátttakendur í burtu og passa að verða ekki klukkaðir.

Leikreglur

Einn er'ann og snýr baki í aðra þátttakendur sem halda í fötin hans.

Sá sem er'ann snýr sér snöggt við og segir til dæmis „eitur í hjóli“,  „eitur í bolta“  eða eitthvað til að reyna að rugla þátttakendurna.

Þegar sá sem er'ann kallar loks „eitur í flösku!“ eiga allir að hlaupa í burtu og passa að að hann nái þeim ekki og klukki þau.

Þeir sem hafa verið klukkaðir eiga að standa kyrrir með fæturna í sundur. Hinir geta svo frelsað þá með því að skríða á milli fóta þeirra.

 

Góða skemmtun!