Flöskustútur

Í stuttu máli

Sá sem flöskustúturinn lendir á þarf að fylgja fyrirmælum þess sem snéri flöskunni og gæti t.d. þurf að hlaupa um eins og hæna eða herma eftir páfagauk.

Leikreglur

Þátttakendur sitja saman í hring og hafa tóma glerflösku í miðjum hringnum.

Einn þátttakandi er valinn til þess að snúa flöskunni og ákveða þraut fyrir þann sem er'ann næst. Það gæti t.d. verið að syngja lag eða herma eftir einhverjum frægum.

Áður en hann snýr flöskunni í hringi segir hann „sá sem flöskustútur lendir á þarf að...“ og tilgreinir svo þrautina.

Sá sem flöskustúturinn bendir á þegar flaskan hættir að snúast þarf að framkvæma þrautina og fær jafnframt að ákveða næstu þraut.

 

Góða skemmtun!