Í grænni lautu

Í stuttu máli

Þátttakendur sitja í hring og syngja Í grænni lautu meðan einn grúfir sig í miðjunni. Sá sem er í miðjunni á að reyna að finna hringinn sem falinn er í lófa einhvers í hringnum.

Leikreglur

Leikurinn Í grænni lautu fer þannig fram að allir nema einn sitja á gólfinu í hring.

Sá sem er hann krýpur í miðjum hringnum og á meðan syngja hinir krakkarnir lagið Í grænni lautu.

Á meðan þau syngja lagið fær einn hringinn sem hann setur í aðra hvora höndina.

Þegar laginu er lokið á sá sem er í miðjunni að giska á hvar hringurinn er með því að benda á hendi hinna krakkanna.

Alls má giska þrisvar.

Finnist hringurinn á sá sem var með hringinn að vera hann en finnist hann ekki skal leikurinn endurtekinn og sá sami er hann.

Góða skemmtun!

Texti við lagið

Í grænni lautu þar geymi ég hringinn,

sem mér var gefinn og hvar er hann nú?

Sem mér var gefinn og hvar er hann nú?

Upplýsingar

Börn á leikjanámskeiði ÍTR sýna leikinn Í grænni lautu.

Stundin okkar 2003.10.05 : 1. þáttur