Kínverskt hvísl

Stutta útgáfan

Þátttakendur sitja í hring og láta orð ganga hringinn til að sjá hvernig það breytist.

Leikreglur

Í leiknum Kínverskt hvísl þá byrjar einn á því að hvísla orð sem hann finnur upp og svo er orðið látið ganga.

Sá sem fær síðastur orðið í eyra á að tilkynna hvað hann heyrði.

Það sem er skemmtilegt við leikinn er að orðin breytast á leiðinni.

Það sem var upphaflega kannski naut getur orðið að sauð eða kaup.

Góða skemmtun!

 

Upplýsingar

Stundin okkar 2003.11.16 : 7. þáttur