Myndastyttuleikur

Í stuttu máli

Sá sem er myndhöggvarinn sveiflar hinum í hringi og þau frjósa í þeim stellingum sem þau lenda í. Myndhöggvarinn velur svo flottustu styttuna.

Leikreglur

Myndastyttuleikur fer þannig fram að einn er myndhöggvarinn og raða hinir sér í beina röð fyrir framan hann.

Síðan koma þeir einn á fætur öðrum og myndhöggvarinn snýr þeim í hringi.

Þegar þeim sem sveiflað var lendir er mikilvægt að vera alveg kyrr og halda stellingunni sem hann lenti í.

Síðan er öllum hinum sveiflað líka og að lokum skoðar myndhöggvarinn allar stytturnar og velur þá sem honum finnst flottust.

Sá sem vinnur verður síðan myndhöggvarinn í næsta leik.

Mikilvægt er að vera á mjúkum fleti, helst grasi, þannig að leikmennirnir meiði sig ekki þegar þeim er sveiflað.

Góða skemmtun!

Upplýsingar

Útileikur. Lærum Myndastyttuleik. Krakkar úr 4. - G. í Hvassaleitisskóla leika sér í Myndastyttuleik. Tekið upp í Fifunni, Kópavogi.

Stundin okkar 2003.01.12 : 16. þáttur