Saga tölvunnar: Charles Babbage og Ada Lovelace

Charles Babbage og Ada Lovelace

Charles Babbage var stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann fæddist árið 1791 – sem þýðir að við erum að fara svolítið langt aftur í tímann. Charles Babbage hefur oft verið kallaður faðir tölvunnar. Svona svona. Á sínum tíma bjó hann vélknúnar reiknivélar og það var ein þessara reiknivéla sem var það fullkomin, að hægt væri að kalla hana fyrstu tölvuna. Spáið í það – árið er 1800-og- eitthvað, og hann er bara í tölvunni. Eða, þið vitið, reiknivélinni. Það skal tekið fram að greiningarvélin sjálf var aldrei byggð, en hinar vélarnar hans Babbage, sem voru smíðaðar, þurfti að knúa með handafli eða gufuvél. Þannig að þú varst ekkert að taka þær með þér á kaffihús eða í skólann.

Ada Lovelace, gríðarlega klár kona og vinkona Babbage, hefur oft verið kölluð fyrsti forritarinn. Hún var fengin til þess að þýða greinar um greiningarvélina hans Babbage en var svo klár að hún bara varð að fá að bæta nokkrum athugasemdum við í leiðinni. Á endanum var hennar þýðing miklu lengri en upphaflega greinin og þar má meðal annars finna það sem kalla má fyrsta forritið. Forritunarmálið ADA er nefnt í höfuðið á Ödu Lovelace.