Saga tölvunnar: Tim-Berners Lee - CERN hadron collider

Eðlisfræðingurinn Tim-Berners Lee er maðurinn sem bjó til fyrstu vefsíðuna. Lee var starfsmaður hjá CERN-rannsóknarstofunni í Sviss þegar hann bjó vefsíðuna til. Árið 1980 hannaði hann kerfi fyrir starfsmenn CERN til deila skjölum og öðrum upplýsingum sín á milli, en níu árum seinna kynnti hann til sögunnar hugmyndina um HTML–tungumálið, en það er grunnurinn að baki hverri einustu vefsíðu í heiminum. Tveimur árum síðar, árið 1991 leit fyrsta vefsíða í heiminum dagsins ljós.
Maður myndi halda að þegar öll lén í heiminum eru laus að slóðin inn á vefsíðuna væri eitthvað stutt og laggott, eitthvað sem auðvelt væri að muna, eitthvað grípandi. Slóðin – var þessi. (Slóðin birtist neðst á skjánum) Alltof löng til að einu sinni lesa hana upphátt.

Internetið hafði verið til í dágóðan tíma þegar fyrsta vefsíðan leit dagsins ljós. Netið var fundið upp árið 1969 en fyrsta vefsíðan kom ekki fyrr en 1991. En hvað var á vefsíðunni? Eða, réttara sagt, hvað er á vefsíðunni – því hún er ennþá til. Jú, á henni má m.a. finna upplýsingar um hvernig Veraldarvefurinn virkar, hjálp við vafrann sem þú ert að nota, upplýsingar um fólkið sem kemur að verkefninu sem og sögu verkefnisins. Hún er ekkert sérstaklega falleg en var greinilega ágætis byrjun.