Saga tölvunnar: Xerox, Steve Jobs og Bill Gates (gluggakerfi)

Flestir sem hafa einhvern tímann kveikt á tölvu kannast við gluggaviðmótið. Þið vitið, gluggarnir á tölvuskjánum, þar sem skrárnar þínar safnast saman. Það er hægt að opna glugga, loka þeim, stækka þá og minnka og draga skrár á milli þeirra, svo nokkur atriði séu nefnd. Þetta er það sem við erum langflest vön og það er eiginlega frekar erfitt að hugsa sér tölvu án þess að það sé gluggi einhvers staðar í þeirri mynd.

Fyrsta hugmyndin um einhvers konar gluggakerfi kviknaði hjá Douglas Engelbart á sjöunda áratug síðustu aldar. Engelbart var maðurinn sem fann upp tölvumúsina (en músin var kölluð mús vegna þess að snúran á öðrum endanum leit út eins og skott). Seinna kom svo XEROX PARC fyrirtækið til sögunnar, sem þróaði glugga-hugmyndina og gerði hana að því sem við þekkjum í dag.

Árið 1984 ákvað Steve Jobs, stofnandi Apple fyrirtækisins, að nota glugga í Macintosh-stýrikerfinu, fyrst allra stýrikerfa. Nokkrum árum seinna fylgdi Bill Gates, stofnandi Microsoft-tölvurisans eftir, með Windows-stýrikerfinu, sem líka byggðist á gluggaviðmótinu – en “Windows” þýðir auðvitað „gluggi[M1] “. Ef þú ættir að hanna stýrikerfi og mættir ekki nota glugga, hvernig myndirðu hanna það?