Símskeyti

Í stuttu máli

Þátttakendur sitja í hring og leiðast. Sá sem er hann situr í miðjunni og reynir að sjá þegar hinir láta skeytið berast með því að kreista hendi þess sem er við hlið þeirra.

Leikreglur

Leikurinn símskeyti fer þannig fram að þátttakendur sitja í hring og leiðast.

Sá sem er hann situr í miðjunni.

Markmiðið er að koma símskeyti allan hringinn án þess að sá sem er hann taki eftir því.

Skeytið er sent áfram með því að kreista laust hendina á þeim sem þú leiðir.

Sá sem á að byrja, ræður því í hvora áttina hann sendir skeytið og sá sem er hann fylgist grannt með.

Takist honum að sjá skeytið, skiptir hann um stað við þann sem hann sá skeytið hjá og sá sem sást senda skeytið er hann í næsta leik.

Mikilvægt er að þátttakendurnir reyni að vera eins leynilegir og hægt er en samt verður að sjást þegar þeir senda skeyti.

Sá sem er hann verður að fylgjast vel og vandlega með ætli hann að sjá skeytið.

Þessi leikur er bæði stórskemmtilegur og hentar vel við öll tækifæri.

Góða skemmtun!

 

Upplýsingar

Stundin okkar 2003.11.30 : 9. þáttur