Spurningabjalla - Hópverkefni

Spurningabjallan er bæði krefjandi og praktískt verkefni sem hægt er að nýta við ýmis tilefni.

Í verkefninu ætlum við að forrita spurningabjöllukerfi. Kerfið samanstendur af einni micro:bit tölvu sem stjórnstöð, og svo breytilegum fjölda micro:bit tölva sem þátttakendur.

Stjórnstöðin og þátttakendurnir tala saman með útvarpsmerkjum sem tölvurnar senda sín á milli. Hver þátttakandi hefur síðan tölu (liðsnúmer) sem er forrituð í tölvuna.

Þegar þátttakandi ýtir á A-takka tölvunnar birtist demantur á stjórnstöðinni, spilar hún síðan stutt hljóð ef hún er tengd við hljóðgjafa, og birtir síðan liðsnúmerið þess keppanda sem var fyrstur til þess að ýta á A-takkan til þess að svara.

Við nýtum okkur einnig smá brögð til að búa til ákveðin biðtíma sem þarf að líða á milli móttöku merkjana, svo hún blikki ekki stöðugt þegar margir ýta á takkann á stuttum tíma, en það er allt útskýrt nánar hér að neðan.

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />

Mikilvægt er að breyta nafninu á forritinu í hvert skipti. Smellum í reitinn efst til vinstri þar sem stendur á ensku „Untitled“ og skrifum þar „Spurningabjallan - stjórnstöð".

Í þessu verkefni notum við fjóra flokka, „Basic“, „Radio“, „Music“,  og „Variables“. 

< Skref 3. />

Nú hefjumst við handa við að smíða stjórnstöðina.

Þegar margar tölvur tala saman með útvarpsmerkjum verða þær að vera stilltar í sama hóp. Við tökum ákvörðun um að nota hóp 1 með "radio set group 1". Við setjum svo einnig tjékk merki svo við vitum að rafmagn sé á tölvunni.

mottakari_1.png

< Skref 4. />

Næsta skref er að forrita móttöku á merkjum.

Undir Radio er "On radio recieved recievednumber" sem hlustar eftir því að tala er móttekin með útvarpsmerki. Þegar tala er móttekin keyrir sá forritshluti.

Nú þurfum við að beita smá brögðum.

Til þess að taka ekki á móti fleiri tölum tímabundið stillum við "radio set group 100". Þar erum við í raun að velja útvarpshóp þar sem engin merki eru að berast.

Svo skulum við gera eitthvað skemmtilegt þegar tala er móttekin frá þátttakanda.

Við ákveðum að birta demant, spila lag, bíða aðeins og birta síðan minni demant. Þessum hluta er hægt að breyta að vild.

Þá er komið að því að birta töluna, sem er talan sem liði sem ýtti fyrst á takkan sendi.

Það gerum við með því að nota "Show number" og setjum síðan breytuna (variable) "recieved number" í reitinn.

Að þessu loknu setjum við smá biðtíma (wait) og stillum svo útvarpshópinn á 1, til þess að við getum haldið keppninni áfram.

Það gerum við með því að stilla "radio group 1" og setjum svo tjékk merki til að gefa til kynna um að stjórnstöðin sé tilbúin.

 

mottakari_2.png

Við höfum nú lokið við að forrita stjórnstöðina og getum því hlaðið forritinu niður og fært yfir á micro:bit tölvuna.

 

< Tölvur þátttakenda >

Við stillum svo hverja tölvu þátttakenda á útvarpshóp 1 sem við völdum í upphafi.

Líkt og áður kom fram viljum við stilla allar tölvurnar á sama útvarpshóp svo þær geti talað saman.

Við setjum því "radio set group 1" í upphafi og setum tjékk merki á skjáin svo við vitum að hún sé í gangi.

sendir_1.png

 

Þá er aðeins eftir að senda merkið. Við förum því í "Input" og náum í "on button A pressed".

Þegar ýtt er á takkan viljum við senda tölu og sækjum þá "radio send number" sem við finnum undir Radio.

Veljum síðan liðsnúmer (í þessu tilfelli 5) sem mun vera mismunandi tala fyrir hvert lið, og skrifum hana í tölureitinn.

sendir_2.png

 

 

Nú hlöðum við niður forritinu og færum það yfir á micro:bit tölvu fyrir hvern þátttakanda, en gætum þess að breyta liðsnúmerinu.

Þá getur spurningakeppnin hafist.

 

Ef þú hefur lent í vandræðum er ekkert mál að hlaða niður forritinu og opna það í ritlinum. Það er gert með því að velja "Edit" í hægra horninu, smella síðan á "Projects" í vinstra horninu, og velja þar "Import".

microbit-spurningabjalla-mottakari.hex

microbit-spurningabjalla-sendir.hex