Stoppleikurinn

Í stuttu máli

Hópurinn situr í hring og lætur boltann ganga. Einn stýrir tónlistinni og sá eða sú sem er með boltann þegar tónlistin stoppar er úr leik. Sá vinnur sem er einn eftir.

Leikreglur

Stoppleikurinn fer þannig fram að keppendurnir sitja í hring.

Einn þarf að stjórna tónlistinni og er jafnframt dómarinn.

Þegar tónlistin er í gangi láta keppendur bolta ganga sín á milli.

Þegar tónlistin stoppar þá er sá úr sem heldur á boltanum.

Leikurinn gengur þannig þangað til aðeins einn keppandi er eftir.

Sá sem vinnur má ráða því  hvort hann stjórnar tónlistinni í næsta leik eða hvort hann velur einhvern annan til þess og spilar sjálfur með.

Mikilvægt er því að láta boltann ganga sem hraðast þannig að hann sé sem styst hjá manni sjálfum.

Hægt er að fara í stoppleikinn bæði inni og úti og bæta við alls konar skemmtilegum aukareglum eins og að sá sem heldur á boltanum þurfi að standa upp og snúa sér í hring eða eitthvað svoleiðis.

Góða skemmtun!

Upplýsingar

Krakkar úr 3. - G. í Hvassaleitisskóla leika sér í Stoppleik.

Stundin okkar 2003.01.19 : 17. þáttur