Stórfiskaleikur

Í stuttu máli

Reyndu að hlaupa yfir völlinn án þess að stórfiskurinn nái þér og breyti þér í stórfisk. Sá sem næst síðast sigrar.

Leikreglur

Einn þátttakandi er valinn til að vera stórfiskurinn.

Stórfiskurinn stillir sér upp á öðrum enda vallarins en aðrir þáttakendur koma sér fyrir á hinum endanum.

Þegar stórfiskurinn klappar saman höndunum reyna þátttakendur að hlaupa yfir völlinn án þess að stórfiskurinn nái þeim.

Þeir sem stórfiskurinn nær að klukka breytast í líka í stórfisk og hjálpa til við að ná þeim sem eftir eru í næstu umferð.

Sá sem einn verður eftir vinnur leikinn.

 

Góða skemmtun!