Verkefni 1 - Skjámynd

 Fyrsta verkefnið sem við ætlum að leysa með ritlinum er einföld skjámynd.

Leiðbeiningar

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />
Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við einn flokk, „Basic“ til að búa til skjámynd. Þegar við smellum á „Basic“ flokkinn koma nokkrir valmöguleikar.

< Skref 3. />
Undir „Basic“ eru ýmsir valmöguleikar og ætlum við að nota „show leds“ og „on start“. Þessi blái rammi táknar allar 25 LED perurnar á Micro:Bit smátölvunni. Smellum í reitina eins og myndin fyrir neðan sýnir.

20172002_verkefni1_1.png

< Skref 4. />
Endurtökum sama skref og áðan og bætum við mynstri eins og neðri myndin sýnir.

20172002_verkefni1_2.png

 

 < Skref 5. />
Við getum prófað að smella á spila og stoppa hnappinn til að sjá hvernig skjámyndin birtist á prófaranum til vinstri. Þegar við erum sátt við niðurstöðuna í prófaranum smellum við á „Download“ og setjum skrána inn á Micro:Bit smátölvuna.

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna sjáum við að hún blikkar ekki endalaust. Prófaðu að opna „Basic“ og notaðu „forever“ lykkjuna til að láta skjámyndirnar birtast aftur og aftur.