Verkefni 2 - Já og nei

Annað verkefnið sem við ætlum að leysa með ritlinum eru einfaldar skipanir til að birta texta á skjánum.

Leiðbeiningar

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />
Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við tvo flokka, „Basic“ og „Input“.  Undir „Basic“ eru ýmsir valmöguleikar og ætlum við að nota „Show string“. Smellum í reitinn þar sem stendur „Hello“, breytum textanum og skrifum „Spurdu mig“.

Athugið að ekki er hægt að láta Micro:Bit smátölvuna birta íslenska stafi eins og ð, þ, æ og ö. Í staðinn munum við nota d,th, ae og o til að tákna íslensku stafina sem ekki er hægt að birta á skjánum.

20172002_verkefni_0.png

< Skref 3. />
Í skrefi þrjú smellum við á flokkinn „Input“ og smellum á „on button A pressed“. Með því að smella á felligluggann getum við valið á milli tveggja hnappa, A og B. Í upphafi veljum við hnappinn A. Því næst förum við í „Basic“ listann og veljum aftur „show string“ og pössum okkur að draga þann reit inn í fjólubláa rammann. Endurtökum sama skref og áðan og bætum við „Ja“ í staðinn fyrir „Hello“ eins og neðri myndin sýnir. Prófum að smella á A hnappinn á prófaranum til vinstri og sjá hvort það birtist, Ja, textastrengur á skjánum.  

20172002_verkefni_2.png

< Skref 4. />
Við ætlum að endurtaka skref 3. nema í staðinn fyrir að velja hnapp A í felliglugganum veljum við hnapp B. Þegar við veljum „show string“ skulum við setja „Nei“ í staðinn fyrir „Hello“.

20172002_verkefni_1.png

 < Skref 5. />
Við getum prófað að smella á spila og stoppa hnappinn til að sjá hvernig skjámyndin birtist á prófaranum til vinstri. Þegar við erum sátt við niðurstöðuna í prófaranum smellum við á „Download“ og setjum skrána inn á Micro:Bit smátölvuna.

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna getum við spurt sjálf okkur eða einhvern nálægt spurninga og svarað með smátölvunni. Prófaðu að fara í „Input“ og bæta við hvað gerist ef við ýtum á A og B hnappana samtímis. Þá veljum við sama hlut í listanum og áðan nema veljum A+B í felliglugganum. Prófaðu þig áfram og breyttu textanum að eigin vild.