Verkefni 3 - Happatala

Þriðja verkefnið sem við ætlum að leysa með ritlinum eru einfaldar skipanir til að birta tölur á skjánum.

Leiðbeiningar

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />
Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við einn flokk, „Basic“.  Undir „Basic“ eru ýmsir valmöguleikar og ætlum við að nota „Show number“ og „on start“. Smellum í reitinn þar sem stendur „0“, breytum tölunni og setjum happatöluna okkar, t.d. „7“.

 

20172002_verkefni3_1.png

< Skref 3. />
Í skrefi þrjú smellum við á flokkinn „Basic“ og smellum á „pause (ms)“. Með því að nota „pause (ms)“ látum við skjámyndina bíða á skjánum í millísekúndu. Í þessu tilfelli getum við prófað að láta skjámyndina bíða í 500 millísekúndur. Í einni sekúndu eru þúsund millísekúndur. 

20172002_verkefni3_2.png

< Skref 4. />
Við ætlum að endurtaka skref 3. nema veljum nýja happatölu til að bæta við forritið.

20172002_verkefni3_3.png

 < Skref 5. />
Við getum prófað að smella á spila og stoppa hnappinn til að sjá hvernig skjámyndin birtist á prófaranum til vinstri. Þegar við erum sátt við niðurstöðuna í prófaranum smellum við á „Download“ og setjum skrána inn á Micro:Bit smátölvuna.

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna getum við látið smátölvuna birta happatöluna okkar á skjánum. Við getum látið smátölvuna birta tölurnar endalaust með því að fara í „Basic“ flokkinn og notað „forever“ lykkjuna eða ýtt á „reset“ hnappinn aftan á Micro Bit smátölvunni. „Reset“ hnappurinn endurræsir smátölvuna og um leið forritið. Prófum að birta aðrar tölur eða þá að nota hnapp A og B til að stýra því hvaða tölur birtast á skjánum.