Verkefni 5 - Blikkandi hjarta

Fimmta verkefnið sem við ætlum að leysa með ritlinum eru einfaldar skipanir til að birta blikkandi skjámynd.

Leiðbeiningar

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />
Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við einn flokk, „Basic“. Undir „Basic“ eru ýmsir valmöguleikar og ætlum við að nota „show leds“. Smellum í reitina þannig að skjárinn myndi hjarta. Sjá eftirfarandi mynd. 

Leiðbeiningar 1

 

< Skref 3. />
Í skrefi þrjú smellum við á flokkinn „Basic“ og smellum á „pause (ms)“. Með því að nota „pause (ms)“ látum við skjámyndina bíða á skjánum í millísekúndu. Í þessu tilfelli getum við prófað að láta skjámyndina bíða í 500 millísekúndur. Í einni sekúndu eru þúsund millísekúndur. Því næst smellum við á „clear screen“ sem einnig er að finna undir „Basic“ flokknum, sem hreinsar skjámyndina.

Leiðbeiningar 2

< Skref 4. />
Smellum á „Basic“ flokkinn og veljum „forever“ lykkjuna til að fá skjámyndina til að blikka. Smellum því næst á „pause (ms)“ og bætum því fyrir neðan „clear screen“. Prófum að ýta á spila á prófaranum til hliðar og athugum hvort að hjartað blikki.

Leiðbeiningar 4

 < Skref 5. />
Við getum prófað að smella á spila og stoppa hnappinn til að sjá hvernig skjámyndin birtist á prófaranum til vinstri. Þegar við erum sátt við niðurstöðuna í prófaranum smellum við á „Download“ og setjum skrána inn á Micro:Bit smátölvuna. Við getum líka endurtekið sömu skref og að ofan og bætt við „forever“ lykkjuna svo við birtum mismunandi hjarta myndir.

Leiðbeiningar 5

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna höfum við búað til forrit sem birtir blikkandi hjarta. Prófaðu að breyta skjámyndinni eða lengja biðina á milli mismunandi skjámynda. Nú erum við búin að leysa öll verkefnin í æfingabúðunum og erum tilbúin að takast á við vikulegar áskoranir.