Krakkaorð ársins 2018

Hvert er orð ársins 2018 að mati krakka?

Á árinu sem er að líða gerðist margt áhugavert og við í KrakkaRÚV leitum nú að krakkaorði ársins. Við hvetjum alla grunnskólabekki landsins til að taka þátt í líta yfir farinn veg og rifja upp þau orð sem þeim finnst einkennandi fyrir árið 2018 og velta því um leið fyrir sér hvers vegna.

Taktu þátt í að velja krakkaorð ársins með því að taka þátt í kosningu í glugganum hér fyrir neðan.