Viltu sjá söguna þína lifna við á leiksviði?   

 

Langar þig að sjá söguna þína lifna við á leiksviði? Leikarar, ljós, búningar og saga eftir ÞIG!   Ef þetta hljómar eins og draumur sem þig langar að láta rætast þá er það ekkert mál!  

Skrifaðu 15 blaðsíðna handrit um hvað sem er! Þú ræður ferðinni. Verður það saga um fjórfætta geimveru sem lendir í sjávarháska eða grimma galdraömmu sem á falinn fjársjóð í kjallaranum… eða bara eitthvað allt annað?

Borgarleikhúsið ætlar að velja tvö verk og sviðsetja þau á næsta leikári og það ætlar Leikfélag Akureyrar að gera líka!

 

Hægt er að senda inn handrit til 15. mars 2019.

 

Fylgist vel með starfsemi Borgarleikhússins í janúar og febrúar því þá verða leikverkin sem unnu á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna sett upp. Það eru verkin Friðþjófur á tímaflakki eftir Sunnu Stellu Stefánsdóttur og Tölvuvírusinn eftir Iðunni Ólöfu Berndsen

 

Senda inn

Skráin verður að vera minni en 2 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: txt rtf html pdf doc docx odt ppt pptx odp xls xlsx ods xml.