Viltu sjá söguna þína lifna við á leiksviði?   

 

Okkur langar að biðja þig um að skrifa 15 blaðsíðna handrit og það má vera um hvað sem er.  

Samkeppnin er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára og verða valin tvö verk, annað frá höfundi á yngra stigi grunnskóla og annað frá höfundi á miðstigi.

Leikritin mega vera skrifuð af fleiri en einum höfundi.

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir bæði leikritin sem verða fyrir valinu og Borgarleikhúsið ætlar að sviðsetja verðlaunaleikritin tvö, með atvinnuleikurum.  

 

Innsendingarfrestur er útrunninn. Upplýsingar fyrir næstu samkeppni koma inn í sumar.