Viltu sjá söguna þína lifna við á leiksviði?   

 

Okkur langar að biðja þig um að skrifa 15 blaðsíðna handrit og það má vera um hvað sem er.  

Samkeppnin er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára og verða valin tvö verk, annað frá höfundi á yngra stigi grunnskóla og annað frá höfundi á miðstigi.

Leikritin mega vera skrifuð af fleiri en einum höfundi.

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir bæði leikritin sem verða fyrir valinu og Borgarleikhúsið ætlar að sviðsetja verðlaunaleikritin tvö, með atvinnuleikurum.  

 

Tekið verður við handritum til 15. mars 2018.  

Senda inn

Skráin verður að vera minni en 2 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: txt rtf html pdf doc docx odt ppt pptx odp xls xlsx ods xml.