Taktu þátt í jólasveinalestri!                

Það er svo notalegt og skemmtilegt að lesa í jólafríinu. Þeir krakkar sem ætla að vera með í Jólasveinalestri og fylla út heilt lestrarblað, geta verið með í lukkupotti. Dregið verður úr innsendum lestrarblöðum í janúar og 10 heppnir krakkar hljóta þátttökuverðlaun.

 

Hvað á að gera?

Veldu lestrarblað sem hentar þér og prentaðu út.

Prentaðu út jólasveinamyndir og klipptu út.

Lestu skemmtilegar bækur, um hvað sem er, og límdu inn jólasvein í hvern ramma um leið og uppgefnum blaðsíðufjölda er náð.

Þegar spjaldið er útfyllt, sendu það á KrakkaRÚV fyrir 15. janúar 2018.

Dregið verður úr innsendum lestrarblöðum og 10 heppnir krakkar hljóta þátttökuverðlaun!

 

Hér fyrir neðan má smella á lestrarblað fyrir mismunandi blaðsíðufjölda:

Gulur - Samtals 220 blaðsíður

Rauður - Samtals 430 blaðsíður

Grænn - Samtals 590 blaðsíður

Blár - Samtals 670 blaðsíður

Jólasveinamyndir

 

Jólasveinalestur

Skráin verður að vera minni en 40 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: gif jpg jpeg png bmp eps tif pict psd.