Taktu þátt í jólasveinalestri!              

Verum dugleg að lesa yfir jólin. Það er skemmtilegt að taka þátt í jólasveinalestri. Þú lest og safnar jólasveinum. Ef þú ert á aldrinum 6-12 ára og nærð að safna 13 jólasveinum getur þú átt von á vinningi.

 

Hvað á að gera?

Veldu spjald fyrir jólasveinana sem hentar lestrarfærni þinni og prentaðu út ásamt jólasveinamyndunum og klipptu út.

Lestu eða hlustaðu á skemmtilegar bækur, um hvað sem er á hvaða tungumáli sem er. Límdu inn jólasvein í hvern ramma á spjaldinu þínu um leið og uppgefnum blaðsíðufjölda er náð.

Þegar spjaldið er útfyllt, taktu þá mynd af því og sendu á KrakkaRÚV fyrir 15. janúar 2019.

Dregið verður úr innsendum jólasveinaspjöldum. Tíu heppnir þátttakendur hljóta bókavinninga.

 

Hér fyrir neðan má smella á spjöldin fyrir mismunandi þyngdarstig:

Fjólublár - 100 blaðsíður

Gulur – 220 blaðsíður

Rauður – 430 blaðsíður

Grænn – 590 blaðsíður

Blár – 670 blaðsíður

Jólasveinamyndir

 

Persónuupplýsingar verða notaðar til að draga verðlaunahafa úr lukkupotti, nöfn þeirra verða birt á opinberum vettvangi. Með því að senda inn lestrarspjald þá samþykki ég þá notkun.

Jólasveinalestur

Skráin verður að vera minni en 2 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: gif jpg jpeg png bmp.