stundinokkar-tverbordi.jpg

Kanntu að teikna?

Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið SÖGUR?

Okkur vantar merki fyrir SÖGUR og við viljum endilega sjá þína hugmynd og að þú takir þátt í að búa það til með okkur. 

 

En hvað er SÖGUR?

SÖGUR er verðlaunahátíð barnanna sem byrjar í október og lýkur í apríl. 

Margs konar sögusamkeppnir hjá KrakkaRÚV á þessu tímabili. 
Vegleg verðlaunahátíð í beinni á RÚV í apríl. 
Veitt eru verðlaun fyrir sögurnar ykkar, bókmenntir, sjónvarpsefni, leikhúsverk og tónlist sem ætluð er börnum.

 

Hvað er merki?

Dæmi um merki eru t.d. KrakkaRÚV, RÚV, Trélitir og sítrónur og Stundarglasið hér fyrir neðan.

Krakkarúv

Stundarglasið

 

Við hvetjum alla krakka á aldrinum 6-12 ára til að taka þátt Í teiknisamkeppni og hanna frumlegt merki og senda okkur.

Endilega sendið inn ykkar tillögu fyrir 1. nóvember og tillagan sem verður valin

verður unnin áfram með grafískum hönnuði og verður merki fyrir SÖGUR. 

 

Hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkar. 

 

Sögur: Senda inn merki

Skráin verður að vera minni en 50 MB.
Leyfilegar skráargerðir eru: gif jpg jpeg png bmp eps tif pict psd pdf.