Viltu sjá söguna þína lifna við í Stundinni okkar?

 

Stundin okkar stendur fyrir handritasamkeppni fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.

Keppnin er hluti af Sögum, verðlaunahátíð barnanna.

Nokkur vel valin handrit eftir börn verða tekin upp og sýnd í Stundinni okkar. 

 

Leikreglur:

Það eiga að vera tvær aðalpersónur í sögunni.

Sagan verður að gerast í skóla (t.d. í stofu, gangi, íþróttasal eða matsal).

Það þarf eitthvað óvænt að gerast.

Sagan á að vera 4-5 blaðsíður og sett upp á handritaformi.

 

Dæmi: Handrit og myndband

 

Innsendingarfrestur er útrunninn. Upplýsingar um næstu samkeppni koma í sumar.