Sögur, verðlaunahátíð barnanna

 

Frá október fram í apríl birtast skemmtileg og fræðandi myndbönd á vefsvæði Söguverðlaunanna hjá KrakkaRÚV. Fjölbreyttar fyrirmyndir í íslensku samfélagi segja okkur frá sögum sem hafa haft áhrif á þau. Við hittum krakka, rithöfunda, íþróttamenn og jafnvel forseta sem öll hafa sögu að segja. Krakkar fá einnig kennslu í skapandi skrifum.

Í vetur verða margs konar Sögusamkeppnir hjá Krakka RÚV t.d. í lestri, stuttmyndagerð og smásagnagerð. KrakkaRÚV framleiðir tíu örmyndir eftir börn og Útvarpsleikhúsið framleiðir tíu stutt útvarpsleikverk. Menntamálstofnun gefur út rafbók með smásögum eftir börn og Borgarleikhúsið setur upp tvö leikverk eftir börn.

 

Verðlaunahátíð - í beinni á RÚV

Við verðlaunum sögur ætlaðar börnum og þau sem segja þær. Í lok apríl verða Söguverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn.  Hátíðin verður í beinni útsendingu á RÚV og verður skemmtilegasta verðlaunahátíð á Íslandi. Verkefnið er unnið í víðtæku samstarfi aðila sem starfa að barnabókmenntum, læsi barna og barnamenningu. Sögum fyrir börn er miðlað á fjölbreyttan hátt; í gegnum bækur, leikverk, tónverk, kvikmyndir og sjónvarpsþætti og verða veitt verðlaun í mismunandi flokkum. Krakkar kjósa flesta verðlaunahafana sjálf, fagverðlaun veitt og krakkarnir verðlaunaðir.

 

Markmið

Að auka lestur barna. Að auka menningarlæsi barna. Að hvetja börn til sköpunar. Að styðja við íslenska barnamenningu. Að hvetja til þess að fleiri sögur verði sagðar

 

Samstarfsaðilar

KrakkaRÚV
Menntamálastofnun
SÍUNG
Barnamenningarhátíð, 
Bókasöfn Íslands, 
Miðja máls og læsis, 
Miðstöð skólaþróunar við HA
Reykjavík bókmenntaborg UNESCO
Borgarleikhúsið
Harpa

 

Verkefnið er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.